PARÍSARmýslan

fimmtudagur, september 29, 2005

Í góðum félagsskap


Ömmi og félagar

En áður en ég held lengra í Parísarmálunum þá verð ég að bæta við að ég og Ömmi fórum í dýragarðinn í Hamburg áður en ég hélt mína leið. Þar eignaðist Ömmi magra góða vini. Meðal annars svínið Sven svo eitthvað sé nefnt...Svo var strúturinn alltaf voðalega hrifinn af honum og elti hann á röndum. Bara svona til að hafa þetta með ;)

C´est normal!

Loksins loksins, búin að finna kaffihús með þráðlausu neti. Kominn tími til. Ég verð nú að viðurkenna að ég hef ekki séð mikið af París enn enda hefur verið heilmikið vesen að skrá mig inn í skólann. Frakkar eru ekki mjög skipulagðir, það er nokkuð ljóst. Í fyrirlestri fyrir skiptinemana voru ljósin alltaf að detta út. Maður heyrði varla í fyrirlesaranum vegna hávaða í borvélum sem voru í fullum gangi í næsta herbergi. Karlinn hló bara og sagði "c´est normal!" Sem sagt mjög eðlilegt á þeirra mælikvarða. Kannski er maður bara of góðu vanur heima á Fróni. En þetta er allt saman upplifun...maður verður jú að reyna að lifa eins og Frakki fyrst maður er hérna á annað borð.
Þó ég hafi ekki séð mikið að borginni enn þá glittir jú alltaf í endurspeglun af Eiffel-turninum í glugganum hjá nágranna okkar. Það er þó eitthvað ;) En í dag er planið að rölta um...Kíkja í Lúxemborgargarðana, Notre Dame og fleira.

Je vous embrasse! XXX

miðvikudagur, september 28, 2005

Jaeja...komin til Parisar og eins og sja ma er eg ad basla vid ad skrifa a franskt lyklabord. Gengur ekkert allt of vel en jaeja, tad er allavega vonandi ad tid getid lesid tennan hraerigraut. Buin ad fara i haskolann otrulegt hvad tad er mikid vesen ad fa einhverjar upplysingar a teim bae. Tok mig meira ad segja trju korter ad finna altjodaskrifstofuna. Tetta er skoli i staerra lagi ;)
Half skrytid ad vera komin i storborgina tvi eg hef aldrei komid til Parisar adur. Er half villt..veit meira ad segja varla hvar eg er nuna. En til allrar hamingju er eg buin ad naela mer i kort. Eg aetti ad rata heim :)
Laet tetta duga i bili enda er lyklabordid ein stor flaekja. Dundra inn sludri a naestunni tegar eg kem tolvuni minni i stand :)

xxx til allra

föstudagur, september 23, 2005

Karókí



Það var mikið fjör á karókí kvöldinu eins og myndirnar gefa til kynna. Ég lét nú ekki verða af því að syngja sjálf enda var röðin svo löng. Ég vissi að ég myndi verða raddlaus þegar ég loksins kæmist upp á svið ;) (blinkblink)
Til vinstri er Patrick frá Írlandi á háhesti á Grayham frá Englandi. Þeir félagar voru góðir saman. Patrick er hins vegar alveg kreisí. Hann var uppi á borðum allt liðlangt kvöldið að syngja írska þjóðsöngva. Það sama má eiginlega segja um alla hina frá Írlandi. Mikil bjórmenning í því landi. Það er greinilegt.
Ég og Ömmi urðum svo auðvitað að pósa fallega fyrir alla blogg-gestina. Brosa svo!!!

miðvikudagur, september 21, 2005

Mýslan stefnir á atvinnumennsku í keilu gott fólk!

Jæja þá, ég var bara ekkert svo slæm í keilu eftir allt saman! Ég tapaði allavega ekki því það var ótrúlegt en satt....stelpa sem var lélegri en ég með mér í liði. Í fyrsta leiknum byrjaði ég svakalega vel og ég heyrði strákana í sama liði hvíslast á um að ég væri bara soldið góð.. Ætli þeir hafi verið hræddir???? En stuttu seinna missti ég mig og það má segja að ég hafi "lost my touch." Já því miður. Mig langaði samt að koma því á hreint að ég er greinilega ekki svona hræðilega slæm eins og ég hélt...
xxx til allra :)
Ps. Ingibjörg...Ég var að skoða nýju myndirnar á Barnalandi. Hann er sannarlega gullmoli. Síbrosandi og verður sætari með hverjum deginum! ;)

þriðjudagur, september 20, 2005

Sögustund með Írisi


Svo þið getið fengið smjörþefinn af Luneburg. Þetta er aðaltorg borgarinnar. Það er mikið um gömul hús sem eru öll skökk og skrýtin en á sama tíma mjög flott. Luneburg slapp að mestu við sprengingar í seinni heimsstyrjöldinni og hafa gömlu húsin því varðveist vel :) Jamm og já.


Fyrsta myndin komin. Svakalega er ég nú svöl!

Mætt á svæðið!

Jæja, þá er frúin loksins mætt á svæðið eftir langa bið. Byrja ferðina eins og þið vitið í Þýskalandi til að heimsækja Ömma :)
Það er heilmikið búið að gerast hér og er mikið fjör á svæðinu. Enda allir skiptinemarnir nýkomnir og er því nánast djamm á hverju kvöldi. Maður þarf að hafa sig allan við til þess að standa sig með þessu liði! Ég geri mitt besta. Maður verður nú að sýna og sanna að maður er sannur Íslendingur í húð og hár. Í kvöld er svo stefnan tekin á keiluna þar sem ég mun án efa tapa með stíl því eins og margir vita er ég voðalega klaufsk með keilukúluna. En ég ætla samt að mæta og gera mitt besta. Það er líka aldrei að vita nema það séu einhverjir sem eru ennþá lélegri en ég þó ég eigi satt að segja ekki von á því. Á morgun er svo karókí. Einn af skiptinemunum er óperusöngvari af bestu gerð og verður þetta því eflaust skrautlegt kvöld. Svo er bara spurning hvort mín kæra æði á sviðið eða ekki... ;) Eflaust geri ég það ef ég þekki mig rétt.
Ég hitti frönsku skiptinemana í dag og var gott að geta loksins tjáð sig á frönsku. Það er nefnilega svo furðulegt að ef það er ekki enska í kringum mig á erlendri grundu vill franskan alltaf brjótast út. Ég hef meira að segja staðið mig að því að svara Þjóðverjum á frönsku. Furðulegt. Það er svona þegar maður kann ekkert í þýsku nema "Ja, ich libe dich og svo auðvitað SPIDELHUND". Ég veit ekki hvort það er raunverulegt orð en mér finnst þetta bara svo hræðilega hlægilegt orð að það er mottó vikunnar hjá mér. Þegar ég lyfti glasi til að skála verður SPIDELHUND ávalt fyrir valinu!
Og allir saman nú: SPIDELHUND!

Gestaþrautin


Eitthvað er nú ekki í lagi með þessa klukku....