PARÍSARmýslan

mánudagur, desember 26, 2005

Stóra stundin




Eftir að ég og Ömmi lukum við jólamatinn á Aðfangadagskvöld og kláruðum að opna pakkana var ég dregin út í göngutúr. Leiðin lá í átt að Signu og upp á "Point Neuf" sem er ein frægasta brú Parísar. Þaðan má sjá magnað útsýni yfir alla borgina, frá Notre Dame alveg upp að Eiffel turninum. Við fundum okkur lítinn útsýnisbás á miðri brúnni. Skyndilega byrjaði Ömmi að halda ræðu um okkur tvö og talaði um að hann vildi vera með mér alla ævi...ég vissi ekki alveg hvað var í gangi og var næstum búin að skemma ræðuna með því að fara að tala um Eiffel turninn. "Við verðum svo að taka mynd af okkur þegar hann byrjar að glitra"...típísk ég hehe. En þegar klukkan sló tólf á miðnætti og Eiffel turninn byrjaði að glitra dró Ömmi upp hringa úr jakkavasanum og fór á hnén!!!!! Rómantískara getur það ekki verið!!! Hann Ömmi er nú extra rómantískur en þarna tókst honum jafnvel að slá sjálfum sér við!! :)

5 Comments:

At 27 desember, 2005, Blogger Maja pæja said...

Innilega til hamingju krakkar mínir... einhvern grun hafði ég um þetta he he he ;) þið verðið flott saman um aldur og ævi :)

 
At 27 desember, 2005, Anonymous Nafnlaus said...

Vá, til hamingju elskurnar mínar, þetta er alveg æðiselgt :)
Hlakka til að sjá ykkur og hringana ;) þegar þið komið heim
Knúskveðjur frá Ingibjörgu, Óskari og Antoni Breka

 
At 27 desember, 2005, Blogger Guðrún Ösp said...

Vá hvað hringirnir eru flottir! Enn og aftur til hamingju. Ég reyndi að hringja í þig bæði í gær og í dag, keypti eitthvað svona atlas frelsi, en það hefur ekki gengið vel hjá mér að hitta á þig... Langaði að heyra í þér hljóðið og líka tékka hvernig þér hefði gegnið í land og menningu. Það er búið að vera eitthvað svo margt upp á síðkastið sem minnir mig á þig!

 
At 29 desember, 2005, Anonymous Nafnlaus said...

Frábært!!! innilega til hamingju bæði tvö, þetta er alveg geggjað. Betri jól er eflaust ekki hægt að hugsa sér. Vona að þið hafið það rosalega gott úti og sé ykkur hress í byrjun næsta árs.

 
At 30 desember, 2005, Anonymous Nafnlaus said...

Vá, til hamingju!! Þetta er svo spennandi, og svakalega rómantískt! :)
Og takk fyrir kortið, ég sendi þér ekkert því ég var ekki með heimilisfangið í útlandinu :I Kemur á næstu jólum :)

 

Skrifa ummæli

<< Home