PARÍSARmýslan

mánudagur, desember 26, 2005

Stóra stundin




Eftir að ég og Ömmi lukum við jólamatinn á Aðfangadagskvöld og kláruðum að opna pakkana var ég dregin út í göngutúr. Leiðin lá í átt að Signu og upp á "Point Neuf" sem er ein frægasta brú Parísar. Þaðan má sjá magnað útsýni yfir alla borgina, frá Notre Dame alveg upp að Eiffel turninum. Við fundum okkur lítinn útsýnisbás á miðri brúnni. Skyndilega byrjaði Ömmi að halda ræðu um okkur tvö og talaði um að hann vildi vera með mér alla ævi...ég vissi ekki alveg hvað var í gangi og var næstum búin að skemma ræðuna með því að fara að tala um Eiffel turninn. "Við verðum svo að taka mynd af okkur þegar hann byrjar að glitra"...típísk ég hehe. En þegar klukkan sló tólf á miðnætti og Eiffel turninn byrjaði að glitra dró Ömmi upp hringa úr jakkavasanum og fór á hnén!!!!! Rómantískara getur það ekki verið!!! Hann Ömmi er nú extra rómantískur en þarna tókst honum jafnvel að slá sjálfum sér við!! :)

HÓ HÓ HÓ!!!




Það er magnað að vera hér í París yfir jólin...jólaskreytingar hvert sem litið er..gleði gleði!!!! Kláraði síðasta prófið þann 19 og er því laus allra mála. Ömmi kom til mín fyrir viku og var frábært að taka því rólega í jólaundirbúningnum, ekkert vesen ekkert stress. Við röltum um stræti borgarinnar og skoðuðum jólaskreytingarnar, fórum á Champs Élisée sem er breiðgatan sem liggur upp að Sigurboganum. Við gengum þá götu til enda, alveg upp að riiiisastóru parísarhjóli. Við fórum auðvitað nokkra hringi og "sumir" voru dálítið stressaðir (nota bene ekki yours truly hehe)
Á aðfangadagskvöld vorum ég og Ömmiu svaðalega íslensk- Hangikjöt, laufabrauð, ORAbaunir og alles. Ekki slæmt það. Ma og Pa tóku það auðvitað ekki í mál að við myndum borða kótilettur í kvöldmatinn og komu barasta með allan jólamatinn með sér þegar þau kíktu í heimsókn í síðasta mánuði. Laufabrauðið í handfarangri - Það er mikið á sig lagt! En þar sem ég er hvorki með ofn eða almennilegar hellur hefði jólamaturinn eflaust verið ansi fátæklegur ef það hefði ekki leynst hangikjöt í ísskápnum ;) PS: Vorum meira að segja með DVERGATRÉ!!!! Lítið en jóló! Æðislega krúttó ;)

fimmtudagur, desember 15, 2005

BERSERKUR Í PARÍS!!!!! Nei nú er allt að verða brjálað...

Læra læra smæra..pfff....Það er alldeilis verið að þjaska manni út. Ég fór í annað próf í dag og það í sögu vestrænnar menningar! Þetta er að vísu mjög áhugavert fag en ég var svo "sniðug" að velja einn af erfiðustu kúrsunum í boði...En ég ætla samt ekkert að kvarta enda er ég nú hér til þess að læra ;) Til allrar hamingju er þessi kennari almennilegur, ótrúlegt en satt. Það eru þá til kennarar sem þola Erasmus-nema. Magnað! Hreint og sagt ótrúlegt! :)
Þegar prófinu var lokið ákvað ég að bíða eftir Floru, franskri vinkonu minni sem er að læra íslensku í Sorbonne. Eftir að hafa beðið í dágóða stund fór ég að svipast um eftir fólki sem gæti hafa verið með henni í tíma (hún lenti á svo miklu spjalli við kennarann að hún lét ekki sjá sig nærri strax).
Skyndilega sá ég stórgerðan mann koma á móti mér, íklæddur heljarinnar skykkju með loðfeld á öxlunum sem virtist ná upp fyrir haus!! Ég vissi ekki hvað ég átti að gera af mér, fara að hlæja eða flýja í skjól... Ekki bætti úr skák að hann talaði tungum og sagði "BRRRJÁN" í sífellu. Þarna var áreiðanlega kominn eini víkingurinn í París. Þegar ég hélt hann ætlaði að stökkva á mig beygði hann frá og hélt heim á leið...PFFFF...Heppin ég! Þegar Flora trítlaði niður stigann ásamt Gunnari, íslenskukennaranum ákvað ég að spyrja hvort þessi furðuvera væri ekki í tíma með þeim. Það var jú, enda varla hægt að vera meira "obvious." Die hard víkinga-aðdáandi hér á ferð! Það er nokkuð ljóst. Það er alltaf frábært að uppgvötva að einhver hefur svona mikinn áhuga á okkar menningu. En ég verð samt að viðurkenna að ég varð örlítið smeik eitt augnablik...

þriðjudagur, desember 13, 2005

HA!? Star Wars á kínversku??

Eitt það fyndnasta sem ég hef séð lengi!!!! Ef þið viljið skella almennilega upp úr, tjakkið þá á Star Wars: Chine-Angelised...

http://www.winterson.com.nyud.net:8090/2005/06/episode-iii-backstroke-of-west.html

PS: Ég er loksins búin að laga bloggið svo að nú getur fólk dritað inn "commentum" ;)

xx

þriðjudagur, desember 06, 2005

Hefur morðkvendið mildast?

Ég held bara að “sú stranga” hafi verið í góðu skapi í gær! Hún brosti og alles og gaf mér flotta einkunn (eins gott..enda er ég búin að leggja miiiikla vinnu í lokaverkefnið). Það voru samt aðeins við skiptinemarnir sem fengum einkunn og má því velta fyrir sér hvort hún hafi ekki bara verið svona fegin að losna við okkur vandræðagemsana...”Alltaf sama vesenið á þessum skiptinemum...af hverju geta þeir ekki bara skilið frönskuna fullkomlega..pff” ;) Hún fær nú samt plús í kladdann hjá mér fyrst ég fékk þessa fínu einkunn hjá henni. Hún gerði ótrúlegt en satt engar tilraunir til að gera okkur “útlendingunum” lífið leitt...hún verður óneitanlega ljúfari í minningunni fyrir vikið.

sunnudagur, desember 04, 2005

Þetta reeeeeddast!

Allt gott að frétta frá Parísarbúanum. Ég ætti að vera að læra þessa stundina en er eitthvað svo eyrðarlaus. Ákvað því að gerast tossi í smá stund og blogga...ehemm...Ég verð þá bara þess duglegri á morgun. Það er svo stutt í prófin að ég er búin að skipulegga lærdóminn fyrir hvern dag svo þetta gangi upp. En ég hef samt litlar áhyggjur. “Þetta reddast” eins og ég segi alltaf. Kannski ekki besta mottóið en það gengur samt alltaf upp;)
Á morgun er svo komið að því að mæta “morðkvendinu” sem ég sagði ykkur frá fyrir stuttu...sú sem grætir Erasmus-nema hægri vinstri! Henni hefur samt ekki enn tekist að brjóta mig niður! Það er komið að einkunnaskilum í þessu fagi og verður því spennandi að sjá hvernig henni tekst að gera okkur skiptinemunum lífið leitt ;) Neinei....rétt er það að hún er fáránlega ströng en maður verður bara að vera stífur á móti...
Í gærkvöldi var ferðinni heitið í teiti til Yrsu sem er íslensk stelpa, búsett í París. Ég þekkti að vísu hvorki hana né vini hennar fyrir partíið en kvöldið var samt sem áður mjög fínt...enda alltaf gaman að kynnast nýju fólki. Meðal gestanna var einn maður sem ég var fullviss um að væri íslenskur til að byrja með. Kannski ekki skrýtið enda valsaði hann inn og heilsaði öllum á íslensku með bros á vör. Að lokum komst ég að því að hann er frá frönskumælandi Kanda en er giftur íslenskum manni. Ég var svo vitlaus að segja “nú, ok..átt þú íslenska konu?” en þá skellti liðið upp úr enda vissu allir þar inni nema ég að hann hallast í hina áttina... Hann er búinn að lofa okkur að taka lagasyrpu í hlutverki Ellu Vilhjálms, íslensku dívunnar í næsta partí! Ofur-hress í alla staði! :)

Sannkallaðir ofurtúristar!!! Frá meisturum listaheimsins til stórmennskubrjálæðis konunganna...


Í vikunni komu ma og pa að heimsækja mig- takk fyrir frááábæra viku! Það var geysilega gaman enda var ég ekki búin að sjá þau í um þrjá mánuði. Það var eintómt “bella vida” hjá okkur enda var ferðinni heitið á veitingahús á hverju kvöldi og við skemmtum okkur afskaplega vel í hlutverki ofurtúristans. Flökkuðum um í leigubíl og komumst þannig yfir ótrúlega margt. Meðal annars fórum við til Montmartre þar sem má finna hina víðfrægu kirkju “Sacré-Cœur” og hverfið þar sem margir af heimsins bestu málurum héldu sig á síðustu öld eins og t.d. Van Gogh, Picasso, Salvador Dalí og fleiri. Það var mögnuð upplifun að koma á torgið þar sem ég vissi að meistararnir sjálfir höfðu setið og málað á góðviðrisdögum. Það eina var að okkur var frekar kalt enda komin upp á hæsta “fjallið” í París (meira eins og hóll en jæja...greinilega nógu hátt uppi til að þar sé kaldara). En maður bjargaði því jú bara með því að skella sér inn á gamalt franskt kaffihús í heitt kakó. Einstaklega kósí :)
Stuttu seinna fórum ég og mamma til Versala á meðan pabbi hlustaði á fyrirlestra á læknaþingi sem átti sér stað á sama tíma. Versalir eru ógleymanlegir! Lúðvík XIV lét byggja þessa stórhöll til þess að sýna fram á völd sín en aumingja Lúðvík XVI þurfti að borga fyrir eyðslusamt líf forvera síns með því að krefjast hærri skatta af almúganum. Þetta er engin venjuleg höll því hvert sem litið er má sjá silfur og gull. Loftin þekja vegleg málverk sem eru römmuð inn í skrautramma úr gulli! - Bara svona til að gefa smá hugmynd um extravagansið! Kannski ekki skrýtið að fólk hafi verið óánægt með aukna skatta enda hefur þetta kostað sitt. Stuttu seinna átti franska byltingin sér stað. Þó þetta hafi að sjálfsögðu ekki verið grunnástæðan fyrir byltingunni má velta fyrir sér hvort það hafi ekki haft áhrif. Fólk var fátækt fyrir og ekki bætti þá úr skák að þurfa að borga meira því Lúðvíks XIV vildi sýna hvað hann “ætti” mikla fjármuni...En nóg um vangaveltur. Það er magnað að geta sagt að ég hafi gengið sömu ganga og kóngafólk fyrri alda!
Síðasta daginn áður en ma og pa flugu til Íslands nutum við þess að rölta um hverfið mitt (nærri Latínuhverfinu) enda er það einstaklega “charmant” eða heillandi. Endalaust af litlum sætum götum hvert sem litið er! Við versluðum jólagjafir og fórum út að borða á La Mercerie sem er þekktur veitingastaður í París og hefur verið starfræktur síðan 1970. Gerist ekki franskara! Einnig fannst mér alveg magnað að koma upp á hótleherbergi mömmu og pabba. Það er vægast sagt í öðrum dúr en litla þakíbúðin mín þar sem ekkert virkar hehe. Notaði hvert tækifæri til að fara í heita sturtu því það sem stendur til boða heima fyrir er lítil buna sem á mælikvarða Frakka er “bara nokkuð gott.” Ég held að maður sé of góðu vanur heima á Íslandi. En ég er samt að “fíla” þennan bohemian-lífsstíl sem ég er að upplifa þessa stundina í ræmur. Fyrst ég er hérna er um að gera að fara alla leið enda er erfitt að finna meiri “franska-stúdentaíbúð” en þá sem ég bý í. : )

XXXX