PARÍSARmýslan

fimmtudagur, janúar 05, 2006

París vs. klakinn

Jæja já...enn er ég í París....and lovin´ it baby!!! Það er samt ansi mikið farið að styttast í að ég komi heim á klakann og eru því mjög blendnar tilfinningar í gangi, bæði hlakkar mig mikið til að sjá liðið heima fyrir en ég veit samt að ég á eftir að sakna þessarar borgar mikið. Ætli ég verði ekki bara að koma aftur fljótlega. París nær heljartökum á manni og maður getur ekki annað en elskað hvern krók og kima. En eins og ég sagði þá verður mjööög gott að komast i almennilega sturtu og geta opnað sklápa án þess að vera hrædd um að þeir detti ofan á mig o.s.frv. Og auðvitað að hitta ykkur öll...það er það besta ;)

Í gærkvöldi skellti ég mér í bíó á "Angel-A" sem er ný mynd eftir Luc Besson. Algjört listaverk. Tekin upp í svarthvítu frá A til Ö. Karakterarnir eru snilldarlega samansettir og það sem er besta er að hún er tekin upp á fallegustu stöðum Parísarborgar. Til dæmis eiga mörg atriðinna sér stað á nokkrum af þeim fjölmörgu brúum sem liggja yfir Signu. Sannkallaður sælgætismoli :) Það var samt svolítið skrýtið að vera að horfa á öll þessi kennileiti sem má sjá í myndinni, rölta svo út úr bíósalnum og standa beint fyrir framan þau....

bisou

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home