PARÍSARmýslan

miðvikudagur, október 26, 2005

Túristinn lætur til sín taka



Ég var í þvílíku túrista-stuði um helgina. Var alveg eiturhörð í þeim efnum og fór á heilmikið flakk. Skellti mér meðal annars í Mýrina á laugardaginn sem er einstaklega kósí hverfi. Á sunnudaginn varð ég svo myndavélaóð í Lúxemborgargörðunum. Ég fór út að hlaupa þar um daginn og varð alveg yfir mig hrifin enda er fáránlega mikið af fallegum styttum í garðinum. Svo stendur Lúxemborgarhöllin auðvitað fyrir sínu. Því næst skellti ég mér í Saint Sulpice kirkjuna sem ég bý nota bene við hliðina á. Fyrir þá sem hafa lesið Da Vinci Code þá fann ég gylltu línuna sem albínóinn var að leita að. Aha! Ekki slæmt það :) Um kvöldið tók ég svo lestina að Eiffel-turninum og sá hann upplýstan. Það vara alveg mögnuð upplifun, sérstaklega því á klukkutíma fresti glitrar hann allur og er alveg ógleymanlegt að sjá það. Annars er hverfið mitt líka mjög fallegt. Þegar fólk spyr mig hvar ég bý fæ ég alltaf sama svarið.."Ah c´est sympa" eða "Ah, en æði." Þar sem þetta er eitt af "fínni hverfum borgarinnar" má sjá mikið af uppstríluðu liði röltandi um göturnar. Ég tók einmitt sérstaklega eftir því þegar ég kom að karlmenn hugsa meira um tískuna hér en maður er vanur heima á Fróni. Mikið er um svokallaða metrosexual karla. Svo má auðvitað enn sjá þessar "low key" týpur inn á milli :) Annars er þessi borg alveg mögnuð í alla staði og Parísarbúar mjög almennilegir. Andstætt því sem maður hefur heyrt ;) Og svo er franskan auðvitað farin að taka stakkaskiptum...er meira að segja farin að hugsa á frönsku! Oui Oui Oui... :)

xxx á tous!

miðvikudagur, október 12, 2005

Afmælismýslan tjáir sig

Kennsla hófst formlega í gær. Mér leið satt að segja eins og ég væri sex ára á leið í skólann í fyrsta skipti. Því rétt eins og í gamla daga vissi ég ekkert hvað ég var að fara út í! Ég mætti í fyrsta tímann en það var "Saga Vestrænnar menningar frá örófi alda til okkar tíma" og leist mér vel á. Það er samt nokkuð ljóst að þetta verður hörkuvinna ef ég ætla að halda í við Frakkana. Því næst var ferðinni heitið í fjölmiðlafræði og enn var ég hress og kát. Þegar þeim tíma var lokið var komið að verkefnatíma í fjölmiðlun. Þá kom babb í bátinn! Kennarinn hætti að vera skýrmæltur og babblaði eitthvað út í loftið eins og hann væri einn í heiminum. Svo þykir mér alveg magnað hvað maður fær litla aðstoð sem skiptinemi. Þegar ég spurði einn prófessorinn hvernig hún vildi að fyrirkomulagið yrði varðandi mig því það gefur augaleið að það er ekki hægt að dæma mig á sama hátt og frönsku nemana. Hún svaraði einfaldlega "Ég segi nú bara eins og ég segi alltaf, ég veit ekkert um þetta!" Einmitt..já...flott...En þetta var allt saman fróðleg reynsla og dagurinn var mjög sveiflukenndur. Allt frá dúndrandi hamingju yfir í algjört vonleysi. En ég átti svo sem von á því að ég fengi vægt sjokk þegar kennsla hæfist. Ég kem því ekki alveg af fjöllum. Í dag tek ég stefnuna á að dekra svolítið við mig enda á maður bara afmæli einu sinni á ári ;)I

XXXXX

föstudagur, október 07, 2005

Loksins loksins






Loksins fór ég í túrista-rútuna og fór hringferð um París. Get ég því hér með sagt að ég hafi séð Eiffel-turninn og allar helstu byggingar borgarinnar. Það er líka kominn tími til eftir að vera búin að góna á endurspeglun af Eiffel-turninum í glugga nágranna míns í bráðum tvær vikur ;)
Hér eru nokkrar myndir af ferðalaginu...

miðvikudagur, október 05, 2005



Jæja gott fólk...ég skellti mér til Amsterdam um helgina. Það var alveg magnað! Ömmi og fylgdarliðið hans var á leið til Sódómu vestursins og ég ákvað því að hitta hópinn á miðri leið. Þetta var ógleymanleg ferð frá A til Ö. Við fórum á Van Gogh safnið sem var mikil upplifun enda er það ekki á hverjum degi sem maður gónir á nokkur af frægustu listaverkum sögunnar. Einnig fórum við á Ríkissafnið en þar má finna verk eftir Rembrandt og Johannes Vermeer frá gullöld Hollands. Síðan sigldum ég og Ömmi um borgina í einhverjum "love-boat" sem var á endanum ósköp venjulegur túristabátur. En á meðan siglingunni stóð sáum við allar helstu götur borgarinnar. Því næst var ferðinni að sjálfsögðu heitið í Rauða hverfið og má segja að eftir að hafa heimsótt Sódómu vestursins sé ég reynslunni ríkari ;)