PARÍSARmýslan

þriðjudagur, desember 06, 2005

Hefur morðkvendið mildast?

Ég held bara að “sú stranga” hafi verið í góðu skapi í gær! Hún brosti og alles og gaf mér flotta einkunn (eins gott..enda er ég búin að leggja miiiikla vinnu í lokaverkefnið). Það voru samt aðeins við skiptinemarnir sem fengum einkunn og má því velta fyrir sér hvort hún hafi ekki bara verið svona fegin að losna við okkur vandræðagemsana...”Alltaf sama vesenið á þessum skiptinemum...af hverju geta þeir ekki bara skilið frönskuna fullkomlega..pff” ;) Hún fær nú samt plús í kladdann hjá mér fyrst ég fékk þessa fínu einkunn hjá henni. Hún gerði ótrúlegt en satt engar tilraunir til að gera okkur “útlendingunum” lífið leitt...hún verður óneitanlega ljúfari í minningunni fyrir vikið.

3 Comments:

At 10 desember, 2005, Blogger Guðrún Ösp said...

Noh, undur og stórmerki!!! Til hamingju með einkunina!! :)

 
At 11 desember, 2005, Anonymous Nafnlaus said...

Frábært! Til hamingju með það :)

 
At 13 desember, 2005, Anonymous Nafnlaus said...

Hver er þessi gélla! MORÐKVENNDIÐ! hahaha...

Hlakka til að sjá þig þegar þú kemur heim sæta!=)

kv: Dóra Rut=)

 

Skrifa ummæli

<< Home