Stóra stundin

Eftir að ég og Ömmi lukum við jólamatinn á Aðfangadagskvöld og kláruðum að opna pakkana var ég dregin út í göngutúr. Leiðin lá í átt að Signu og upp á "Point Neuf" sem er ein frægasta brú Parísar. Þaðan má sjá magnað útsýni yfir alla borgina, frá Notre Dame alveg upp að Eiffel turninum. Við fundum okkur lítinn útsýnisbás á miðri brúnni. Skyndilega byrjaði Ömmi að halda ræðu um okkur tvö og talaði um að hann vildi vera með mér alla ævi...ég vissi ekki alveg hvað var í gangi og var næstum búin að skemma ræðuna með því að fara að tala um Eiffel turninn. "Við verðum svo að taka mynd af okkur þegar hann byrjar að glitra"...típísk ég hehe. En þegar klukkan sló tólf á miðnætti og Eiffel turninn byrjaði að glitra dró Ömmi upp hringa úr jakkavasanum og fór á hnén!!!!! Rómantískara getur það ekki verið!!! Hann Ömmi er nú extra rómantískur en þarna tókst honum jafnvel að slá sjálfum sér við!! :)
