Áramót í París! Upp í sardínudósina allir saman!
Þá er Ömminn farin til Íslands...flaug á miðvikudaginn síðasta. Við höfðum það rosalega gott um hátíðarnar eins og má sjá af fyrri bloggum. Á gamlárskvöld röltum við á Champs Élisée til að vera upplifa fyrstu mínútur nýja ársins við hlið Sigurbogans. Það var mjög skemmtilegt en svakalegt. Hver metro-lestin á fætur annari var eins og sardínudós. Kannski ekki skrýtið því að sögn Frakka er þetta “the place to be” á áramótunum. Þegar á breiðgötuna var komið blöstu við þúsundir manna. Magnað að sjá svona mikið af fólki saman komið á einum stað. Hins vegar var ég ekkert allt of sátt við flugeldarnar. Ég bjóst við einhverju “show” en það var ekkert. Í hvert skipti sem einhver viðstadda skaut upp aumri rakettu hrópuðu allir og kölluðu! Hehe...það er líka ekki hægt að ætlast til þess að fólk toppi flugeldabrjálæði Íslendinga. Við erum jú engu lík í þeim efnum enda er gróði söluaðila svakalegur á ári hverju. Ég frétti að það hefði aldrei verið keypt jafn mikið af flugeldum á Íslandi og þessi áramót og að reykurinn í loftinu hafi verið yfir hættumörkum langt fram á næsta dag....Stundum held ég að við séum að reyna að bæta upp fyrir það að vera svona lítil þjóð með því að vera svona extravagant. En er ekki bara gaman að þessu : )
Jæja, aftur að Frakklandi. Eftir árámótafagnað við Sigurbogann röltum ég og Ömmi heim í litlu risíbúðina, fengum okkur freyðivín og skutumst svo á bar í nágrenninu. Þjónninn okkar var vægast sagt furðulegur! Hann var í skjannahvítum buxum og bol með hvíta “Kleópötru-hárkollu” (sem einhverra hluta vegna var einkennisbúningur þjónanna þetta kvöldið...svalt..jamm..). Honum tókst að færa okkur drykki í fyrsta skiptið. Þegar við pöntuðum annan skammt kom hann þrisvar til að athuga hvað stóð á kvittuninni okkar því hann var alltaf að gleyma pöntuninni... Þegar honum tókst loksins að koma óskum okka áleiðis til barsins 40 min seinna og ætlaði að færa okkur drykkina á bakka hrasaði hann illilega og mölraut allt heila klabbið. Lét okkur svo fá kvittun eins og ekkert væri og lét sig hverfa. Ég sá hann veltandi niður stigann stuttu seinna...Við fengum þó nýja drykki ókeypis í skaðabætur. Sá hefur verið rekinn daginn eftir..pfff....En ég og Ömmi skemmtum okkur samt mjög vel þetta kvöld og var mjög mikil upplifun að taka á móti nýja árinu í París.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home