PARÍSARmýslan

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Djazz í París





Það er bara endalaus gestamóttaka hér á bæ. Ömmi kíkti í heimsókn fyrir stuttu og Nína tók sig til og flaug til mín núna um helgina. Hún er einmitt á leiðinni heim "as we speak." Við vorum svakalega hressar eins og okkur er einum lagið! Tók auðvitað túristahringinn: Eiffel turninn, Louvre og fleira skemmtilegt...
Síðan var ærlega tekið á því á börum borgarinnar og slysuðumst við til dæmis inn á Jazz-bar af bestu gerð. Við römbuðum inn á staðinn með látum enda litu allir gestirnir við þegar við skeltum hurðinni á eftir okkur. Áreiðanlega eitthvað antyclimax þar á ferð hehe. Síðan fengum við okkur nokkra öllara og byrjuðum að hvetja hljómsveitina og viti menn...áður en langt um leið voru hinir gestirnir farnir að taka við sér og klappa með okkur. Er ég því alveg hárviss um að við komum með stemninguna ;)

Efst: Nína í stigaganginum mínum, á leiðinni út á lífið fyrsta kvöldið.
Ég fyrir framan litlu Hobbita-hurðina mína

Neðst: Nína Í GÓÐU SKAPI...það er nokkuð ljóst..gleði gleði!
Ég og systa í hörkustuði fyrir framan Louvre.

XXX Biz

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home