Brjálaðir Íslands-aðdáendur og "flörtandi" slökkviliðsmenn
Það er orðið svo kalt hérna! issfiss. Ég get nú samt ekkert verið að kvarta....ekki einu sinni komið frost. Það er bara búið að vera svo voðalega heitt og gott að þetta er hálfgert sjokk. En þetta kemur manni samt óneitanlega í jólastuðið enda eru jólaskreytingarnar komnar upp víða. Frönsk jólastemning er alveg frábær og hún er rétt að byrja...það er ekki eins mikill kapítalista-bragur af þessu hér...snýst meira um stemninguna að mér finnst. Allavega upplifi ég þetta þannig. París er yndisleg borg og er það því "official"...Ég er orðin ástfangin ;) Þó það verði frááábært að koma heim og hitta allan heiminn þá á ég eftir að sakna Parísar. Fyrst ég er í skrif-stuði akkúrat núna ætla ég að babbla um mitt daglega líf:
Ég fór í Sorbonne um daginn til að fara í tíma. Þar hitti ég Floru, franska vinkonu mína sem er ótrúlegt en satt að læra íslensku í Sorbonne. Það er heil deild fyrir Norðurlandamál í Sorbonne og þekki ég furðulega marga Frakka sem eru að læra íslensku;) Ég heilsaði henni auðvitað á móðurmálinu enda fær hún ekki að æfa sig það oft. Þá tók ég eftir því að með henni voru um tíu Frakkar sem góndu á mig eins og ég væri einhver furðuvera!!! Þá áttaði ég mig á því að þeir voru allir að læra íslensku! Ég hélt þeir ætluðu að éta mig lifandi þegar þeir komust að því að ég er íslensk...enda ekki margir Íslendingar á vappi í Sorbonne hehe. Frekar sýrt að vera staddur í París að læra frönsku og þurfa að flýja undan ofur-áköfum Íslands aðdáendum. Hmmm.. Þetta var samt fyndin upplifun og svo er auðvitað alltaf gaman þegar maður uppgvötvar að fólk hefur raunverulega áhuga á Íslandi..litla skerinu ;)

XXX á tous...
Parísarmýslan kveður í bili
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home