PARÍSARmýslan

miðvikudagur, október 12, 2005

Afmælismýslan tjáir sig

Kennsla hófst formlega í gær. Mér leið satt að segja eins og ég væri sex ára á leið í skólann í fyrsta skipti. Því rétt eins og í gamla daga vissi ég ekkert hvað ég var að fara út í! Ég mætti í fyrsta tímann en það var "Saga Vestrænnar menningar frá örófi alda til okkar tíma" og leist mér vel á. Það er samt nokkuð ljóst að þetta verður hörkuvinna ef ég ætla að halda í við Frakkana. Því næst var ferðinni heitið í fjölmiðlafræði og enn var ég hress og kát. Þegar þeim tíma var lokið var komið að verkefnatíma í fjölmiðlun. Þá kom babb í bátinn! Kennarinn hætti að vera skýrmæltur og babblaði eitthvað út í loftið eins og hann væri einn í heiminum. Svo þykir mér alveg magnað hvað maður fær litla aðstoð sem skiptinemi. Þegar ég spurði einn prófessorinn hvernig hún vildi að fyrirkomulagið yrði varðandi mig því það gefur augaleið að það er ekki hægt að dæma mig á sama hátt og frönsku nemana. Hún svaraði einfaldlega "Ég segi nú bara eins og ég segi alltaf, ég veit ekkert um þetta!" Einmitt..já...flott...En þetta var allt saman fróðleg reynsla og dagurinn var mjög sveiflukenndur. Allt frá dúndrandi hamingju yfir í algjört vonleysi. En ég átti svo sem von á því að ég fengi vægt sjokk þegar kennsla hæfist. Ég kem því ekki alveg af fjöllum. Í dag tek ég stefnuna á að dekra svolítið við mig enda á maður bara afmæli einu sinni á ári ;)I

XXXXX

2 Comments:

At 11 október, 2005, Blogger Maja pæja said...

Til hamingju med afmaelid Iris min og hafdu thad gott :)

 
At 17 október, 2005, Blogger Guðrún Ösp said...

Til hamingju með afmælið!! Kemur alltaf að þessu einu sinni á ári að þú náir okkur hinum ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home