PARÍSARmýslan

laugardagur, janúar 07, 2006

Rauða millan, Signa, Eiffel turninn....hvar á ég að byrja!!?

Ég verð að viðurkenna að ég og Ömmi vorum ekkert allt of dugleg að túristast um jólin...en það var líka rosalega gott að slappa af og vera laus allra mála ;) Hins vegar tókst okkur að taka smá syrpu og sáum meðal annars Montmartre, allt frá Sacre Cæur til Rauðu millunnar. Með smá stoppi á Les deux Moulins, kaffihúsinu þar sem kvikmyndin Amélie Poulain var tekin upp. Þar sem þetta er ein af mínum uppáhalds myndum var mikil upplifun að koma þarna inn. Það var samt hálf súrealískt að þjónustustúlkan sem tók á móti okkur leit alveg nákvæmlega eins út og Amélie Poulain...tilviljun??? Þegar við röltum niður að Rauðu millunni komst ég að því að það er "kynlífshverfi" Parísar...ekkert nema erótískar verslanir og svo framvegis...Samt þykir voða fancy smancy að fara í Rauðu milluna og kostar það allt að 50.000 kall að setjast þar inn og snæða kvöldverð á meðan einhverjar skvísur hoppa og skoppa á sviðinu hehe. Hver veit, kannski er þetta þess virði. Enda er þetta jú staðurinn þar sem "kann kann" sýningarnar voru haldnar hér áður fyrr... (Mynd: til v. Sacre Cæur)

Það sem stendur einna hæst upp úr af túristastússinu okkar var bátsferðin á Signu og þegar við fórum upp í Eiffel turninn. Að vísu var ég búin að sjá flest kennileitanna sem voru kynnt fyrir okkur á bátnum en það var samt mjög gaman að virða þau fyrir sér frá nýju sjónarhorni. Við sigldum til dæmis undir allar fallegustu brýrnar á Signu. Meðal annars Point Neuf sem er mjög sérstök í mínum huga því þar áttum ég og Ömmi ógleymanlega stund á jólanótt þegar hann fór á skeljarnar :) Eiffel turninn birtist mér í nýju ljósi þegar við "skriðum" upp á topp með hnút í maganum. Lyfturnar virtust ekkert allt of traustar að sjá en þar sem farnar eru hundruðir ferða í hverri viku getur maður slappað af... Þegar upp í toppinn var komið var ekki annað hægt en að gapa... Ég get sagt það með vissu að ég hef aldrei nokkurn tíman verið jafn langt frá jörðu nema þá í flugvél! Það var komið rökkur og öll ljósin fyrir neðan gerðu það að verkum að borgin gjörsamlega ljómaði. Það var hálf furðulegt að sjá hvað allt hafði skynilega skroppið saman, byggingar sem ég hafði daginn áður staðið andspænis og fundist ég agnarsmá í samanburði.
Mynd: Öfugur Eiffel turn...
Sem sagt svaka fútt í "einu" orði sagt!!!!!!!

Til viðbótar við þetta gerðum Ömmi et moi þrjár tiltaunir til að fara að skoða "risaeðlur" á náttúrusafninu en það var alltaf lokað. Hmm...er samt að hugsa um að gera eina tilraun til viðbótar, enda er það ekki á hverjum degi sem manni býðst að standa face to face við skrýmslin.

Stefnan er svo tekin á að taka söfnin með trompi áður en ég kem aftur á klakann... Og að sjálfsögðu eyða ómældum tíma á "Pop in", mínum uppáhalds pöbbara. Eðal staður í alla staði :) Satt að segja er ég á leiðinni þangað í kvellen. Maður verður jú að hitta liðið áður en maður flýgur af landi brott ;)

Biz Biz Biz....hlakka til að sjá ykkur snúllur!
XXXX

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home