PARÍSARmýslan

fimmtudagur, desember 15, 2005

BERSERKUR Í PARÍS!!!!! Nei nú er allt að verða brjálað...

Læra læra smæra..pfff....Það er alldeilis verið að þjaska manni út. Ég fór í annað próf í dag og það í sögu vestrænnar menningar! Þetta er að vísu mjög áhugavert fag en ég var svo "sniðug" að velja einn af erfiðustu kúrsunum í boði...En ég ætla samt ekkert að kvarta enda er ég nú hér til þess að læra ;) Til allrar hamingju er þessi kennari almennilegur, ótrúlegt en satt. Það eru þá til kennarar sem þola Erasmus-nema. Magnað! Hreint og sagt ótrúlegt! :)
Þegar prófinu var lokið ákvað ég að bíða eftir Floru, franskri vinkonu minni sem er að læra íslensku í Sorbonne. Eftir að hafa beðið í dágóða stund fór ég að svipast um eftir fólki sem gæti hafa verið með henni í tíma (hún lenti á svo miklu spjalli við kennarann að hún lét ekki sjá sig nærri strax).
Skyndilega sá ég stórgerðan mann koma á móti mér, íklæddur heljarinnar skykkju með loðfeld á öxlunum sem virtist ná upp fyrir haus!! Ég vissi ekki hvað ég átti að gera af mér, fara að hlæja eða flýja í skjól... Ekki bætti úr skák að hann talaði tungum og sagði "BRRRJÁN" í sífellu. Þarna var áreiðanlega kominn eini víkingurinn í París. Þegar ég hélt hann ætlaði að stökkva á mig beygði hann frá og hélt heim á leið...PFFFF...Heppin ég! Þegar Flora trítlaði niður stigann ásamt Gunnari, íslenskukennaranum ákvað ég að spyrja hvort þessi furðuvera væri ekki í tíma með þeim. Það var jú, enda varla hægt að vera meira "obvious." Die hard víkinga-aðdáandi hér á ferð! Það er nokkuð ljóst. Það er alltaf frábært að uppgvötva að einhver hefur svona mikinn áhuga á okkar menningu. En ég verð samt að viðurkenna að ég varð örlítið smeik eitt augnablik...

2 Comments:

At 20 desember, 2005, Anonymous Nafnlaus said...

Verð að viðurkenna að maður verður skelkaður að sjá svona menn. Jafnvel heima á Íslandi. Þyrftir etv. að fara að huga að sverði og skjöld....á ég að gefa þér svoleiðis í jólagjöf? lol
Kv. Nína víkingur

 
At 23 desember, 2005, Blogger Mýslan said...

Já, þakka þér mín kæra...skjöldur og sverð er draumagjöfin í ár...what every girl wants ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home