Mýslan komin á klakann
Fyrir forvitna fólkið!
Haldið ykkur fast ;) því ég er komin með nýja síðu - "Mýslan- the sequel" !!!!!!!
(check out "Mýslan-the sequel" - a new blog)
www.thisisiris.blogspot.com
Hlakka til að sjá ykkur!!
Fyrir forvitna fólkið!
Eitthvað er nú bloggið að stríða mér svo ég verð bara að gera nýtt til að geta sýnt ykkur fleiri myndir :)
Nokkrar svipmyndir frá París:
Þá er mýslan mætt á klakann! Kom nánar tiltekið þann 13 janúar. Bjútíið við heimkomuna var að fæstir vissu að á mér væri von - smá plott í gangi :) . Það var því sjón að sjá þegar ég mætti í afmælisveislu nokkrum klukkutímum eftir að ég lenti. Ég hef sjaldan hlegið jafn mikið...fólk gjörsamlega missti andlitið.
Ég verð að viðurkenna að ég og Ömmi vorum ekkert allt of dugleg að túristast um jólin...en það var líka rosalega gott að slappa af og vera laus allra mála ;) Hins vegar tókst okkur að taka smá syrpu og sáum meðal annars Montmartre, allt frá Sacre Cæur til Rauðu millunnar. Með smá stoppi á Les deux Moulins, kaffihúsinu þar sem kvikmyndin Amélie Poulain var tekin upp. Þar sem þetta er ein af mínum uppáhalds myndum var mikil upplifun að koma þarna inn. Það var samt hálf súrealískt að þjónustustúlkan sem tók á móti okkur leit alveg nákvæmlega eins út og Amélie Poulain...tilviljun??? Þegar við röltum niður að Rauðu millunni komst ég að því að það er "kynlífshverfi" Parísar...ekkert nema erótískar verslanir og svo framvegis...Samt þykir voða fancy smancy að fara í Rauðu milluna og kostar það allt að 50.000 kall að setjast þar inn og snæða kvöldverð á meðan einhverjar skvísur hoppa og skoppa á sviðinu hehe. Hver veit, kannski er þetta þess virði. Enda er þetta jú staðurinn þar sem "kann kann" sýningarnar voru haldnar hér áður fyrr... (Mynd: til v. Sacre Cæur)
Jæja já...enn er ég í París....and lovin´ it baby!!! Það er samt ansi mikið farið að styttast í að ég komi heim á klakann og eru því mjög blendnar tilfinningar í gangi, bæði hlakkar mig mikið til að sjá liðið heima fyrir en ég veit samt að ég á eftir að sakna þessarar borgar mikið. Ætli ég verði ekki bara að koma aftur fljótlega. París nær heljartökum á manni og maður getur ekki annað en elskað hvern krók og kima. En eins og ég sagði þá verður mjööög gott að komast i almennilega sturtu og geta opnað sklápa án þess að vera hrædd um að þeir detti ofan á mig o.s.frv. Og auðvitað að hitta ykkur öll...það er það besta ;)
Læra læra smæra..pfff....Það er alldeilis verið að þjaska manni út. Ég fór í annað próf í dag og það í sögu vestrænnar menningar! Þetta er að vísu mjög áhugavert fag en ég var svo "sniðug" að velja einn af erfiðustu kúrsunum í boði...En ég ætla samt ekkert að kvarta enda er ég nú hér til þess að læra ;) Til allrar hamingju er þessi kennari almennilegur, ótrúlegt en satt. Það eru þá til kennarar sem þola Erasmus-nema. Magnað! Hreint og sagt ótrúlegt! :)