Paris me manque!
Þá er mýslan mætt á klakann! Kom nánar tiltekið þann 13 janúar. Bjútíið við heimkomuna var að fæstir vissu að á mér væri von - smá plott í gangi :) . Það var því sjón að sjá þegar ég mætti í afmælisveislu nokkrum klukkutímum eftir að ég lenti. Ég hef sjaldan hlegið jafn mikið...fólk gjörsamlega missti andlitið.
Annars er voða gott að vera komin heim. Þegar ég er búin að vera í burtu í lengri tíma tek ég meira eftir því hvað ég hef það gott heima fyrir. Endalaust af heitu vatni, allt svo hreint og notalegt o.s.frv. Þetta þýðir þó ekki að ég hafi búið í neinni svínastíu í París en það má orða það svo að íbúðin hafi ekki boðið upp á miklar hreingerningar... En þrátt fyrir að íbúðin væri í annarlegu ástandi var ég mjög hrifin af henni. Þetta “boheminan” líf hentaði mér vel. Svo er auðvitað málið að fara alla leið fyrst maður er stúdent í París á annað borð. Það er varla hægt að finna franskari íbúð!
Rétt fyrir heimkomuna hélt ég lítið kveðjupartí “undir risinu”... Í fyrstu áttu þetta bara að vera örfáar manneskjur en áður en ég vissi af var íbúðin full af fólki. Það er líka nauðsynlegt að kveðja liðið áður en haldið er heim á leið. Því miður komust ekki allir enda er fólk á kafi í próflestri þessa stundina :/ En það voru þó allt Íslendingar sem ekki komust. Maður bjargar því með almennilegum hittingi á klakanum þegar allir eru komnir heim.
Það er ómögulegt að nefna eitthvað eitt sem stóð upp úr þegar ég hugsa um síðustu mánuði... Þó svo að það hafi verið heilmikið basl að fást við franska skólakerfið má segja að ég sé orðin eiturhörð í þeim efnum. Nú er mál að passa sig því Íris er mætt á svæðið!!:) Svo jafnast auðvitað ekkert á við það að fá að stunda nám við Sorbonne!
Að lifa og hrærast í París er líka sannkallaður draumur og stendur borgin vissulega undir nafni sem ein af fallegustu borgum heims. Þar sem menning og listir skipta höfuðmáli í París var úr nógu að velja - ótal söfn og minjar hægri vinstri.
Svo má auðvitað ekki gleyma öllu því frábæra fólki sem ég hef kynnst í kjölfar dvalarinnar. Enda er það þegar öllu er á botninn hvolft fólkið sem gerði dvölina svona minnisstæða : )
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home