PARÍSARmýslan

mánudagur, desember 26, 2005

HÓ HÓ HÓ!!!




Það er magnað að vera hér í París yfir jólin...jólaskreytingar hvert sem litið er..gleði gleði!!!! Kláraði síðasta prófið þann 19 og er því laus allra mála. Ömmi kom til mín fyrir viku og var frábært að taka því rólega í jólaundirbúningnum, ekkert vesen ekkert stress. Við röltum um stræti borgarinnar og skoðuðum jólaskreytingarnar, fórum á Champs Élisée sem er breiðgatan sem liggur upp að Sigurboganum. Við gengum þá götu til enda, alveg upp að riiiisastóru parísarhjóli. Við fórum auðvitað nokkra hringi og "sumir" voru dálítið stressaðir (nota bene ekki yours truly hehe)
Á aðfangadagskvöld vorum ég og Ömmiu svaðalega íslensk- Hangikjöt, laufabrauð, ORAbaunir og alles. Ekki slæmt það. Ma og Pa tóku það auðvitað ekki í mál að við myndum borða kótilettur í kvöldmatinn og komu barasta með allan jólamatinn með sér þegar þau kíktu í heimsókn í síðasta mánuði. Laufabrauðið í handfarangri - Það er mikið á sig lagt! En þar sem ég er hvorki með ofn eða almennilegar hellur hefði jólamaturinn eflaust verið ansi fátæklegur ef það hefði ekki leynst hangikjöt í ísskápnum ;) PS: Vorum meira að segja með DVERGATRÉ!!!! Lítið en jóló! Æðislega krúttó ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home