PARÍSARmýslan

sunnudagur, desember 04, 2005

Þetta reeeeeddast!

Allt gott að frétta frá Parísarbúanum. Ég ætti að vera að læra þessa stundina en er eitthvað svo eyrðarlaus. Ákvað því að gerast tossi í smá stund og blogga...ehemm...Ég verð þá bara þess duglegri á morgun. Það er svo stutt í prófin að ég er búin að skipulegga lærdóminn fyrir hvern dag svo þetta gangi upp. En ég hef samt litlar áhyggjur. “Þetta reddast” eins og ég segi alltaf. Kannski ekki besta mottóið en það gengur samt alltaf upp;)
Á morgun er svo komið að því að mæta “morðkvendinu” sem ég sagði ykkur frá fyrir stuttu...sú sem grætir Erasmus-nema hægri vinstri! Henni hefur samt ekki enn tekist að brjóta mig niður! Það er komið að einkunnaskilum í þessu fagi og verður því spennandi að sjá hvernig henni tekst að gera okkur skiptinemunum lífið leitt ;) Neinei....rétt er það að hún er fáránlega ströng en maður verður bara að vera stífur á móti...
Í gærkvöldi var ferðinni heitið í teiti til Yrsu sem er íslensk stelpa, búsett í París. Ég þekkti að vísu hvorki hana né vini hennar fyrir partíið en kvöldið var samt sem áður mjög fínt...enda alltaf gaman að kynnast nýju fólki. Meðal gestanna var einn maður sem ég var fullviss um að væri íslenskur til að byrja með. Kannski ekki skrýtið enda valsaði hann inn og heilsaði öllum á íslensku með bros á vör. Að lokum komst ég að því að hann er frá frönskumælandi Kanda en er giftur íslenskum manni. Ég var svo vitlaus að segja “nú, ok..átt þú íslenska konu?” en þá skellti liðið upp úr enda vissu allir þar inni nema ég að hann hallast í hina áttina... Hann er búinn að lofa okkur að taka lagasyrpu í hlutverki Ellu Vilhjálms, íslensku dívunnar í næsta partí! Ofur-hress í alla staði! :)

1 Comments:

At 13 desember, 2005, Anonymous Nafnlaus said...

hahaha=) góður... já morðkvenndið er semsagt klikkaður kennari...hvað er eiginlega að þessari druslu segji ég nú bara????

kv: Dóra Rut=)

 

Skrifa ummæli

<< Home