PARÍSARmýslan

miðvikudagur, október 26, 2005

Túristinn lætur til sín takaÉg var í þvílíku túrista-stuði um helgina. Var alveg eiturhörð í þeim efnum og fór á heilmikið flakk. Skellti mér meðal annars í Mýrina á laugardaginn sem er einstaklega kósí hverfi. Á sunnudaginn varð ég svo myndavélaóð í Lúxemborgargörðunum. Ég fór út að hlaupa þar um daginn og varð alveg yfir mig hrifin enda er fáránlega mikið af fallegum styttum í garðinum. Svo stendur Lúxemborgarhöllin auðvitað fyrir sínu. Því næst skellti ég mér í Saint Sulpice kirkjuna sem ég bý nota bene við hliðina á. Fyrir þá sem hafa lesið Da Vinci Code þá fann ég gylltu línuna sem albínóinn var að leita að. Aha! Ekki slæmt það :) Um kvöldið tók ég svo lestina að Eiffel-turninum og sá hann upplýstan. Það vara alveg mögnuð upplifun, sérstaklega því á klukkutíma fresti glitrar hann allur og er alveg ógleymanlegt að sjá það. Annars er hverfið mitt líka mjög fallegt. Þegar fólk spyr mig hvar ég bý fæ ég alltaf sama svarið.."Ah c´est sympa" eða "Ah, en æði." Þar sem þetta er eitt af "fínni hverfum borgarinnar" má sjá mikið af uppstríluðu liði röltandi um göturnar. Ég tók einmitt sérstaklega eftir því þegar ég kom að karlmenn hugsa meira um tískuna hér en maður er vanur heima á Fróni. Mikið er um svokallaða metrosexual karla. Svo má auðvitað enn sjá þessar "low key" týpur inn á milli :) Annars er þessi borg alveg mögnuð í alla staði og Parísarbúar mjög almennilegir. Andstætt því sem maður hefur heyrt ;) Og svo er franskan auðvitað farin að taka stakkaskiptum...er meira að segja farin að hugsa á frönsku! Oui Oui Oui... :)

xxx á tous!

2 Comments:

At 01 nóvember, 2005, Blogger Guðrún Ösp said...

Úff hvað þessar auglýsingar eru eitthvað pirrandi! Veit ekki hvort þú sást það sem ég skrifaði á msn áðan, en það er ótrúlegt hvað París fer þér vel :) Æðislegar myndir, you look right at home :) Annars væri gaman ef þú værir með einhverskonar myndamöppu á síðunni svo maður geti séð enn fleiri myndir!! :)

 
At 02 janúar, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

Fantastic blog you've got here Mýslan, I was looking for insulin shock related information and found your site. I have a insulin shock site. It covers everything about diabetes care, complications, treatment and insulin. You'll find it very informative. Stop by and check it out when you can. Enjoy!

 

Skrifa ummæli

<< Home