PARÍSARmýslan

miðvikudagur, október 05, 2005

Jæja gott fólk...ég skellti mér til Amsterdam um helgina. Það var alveg magnað! Ömmi og fylgdarliðið hans var á leið til Sódómu vestursins og ég ákvað því að hitta hópinn á miðri leið. Þetta var ógleymanleg ferð frá A til Ö. Við fórum á Van Gogh safnið sem var mikil upplifun enda er það ekki á hverjum degi sem maður gónir á nokkur af frægustu listaverkum sögunnar. Einnig fórum við á Ríkissafnið en þar má finna verk eftir Rembrandt og Johannes Vermeer frá gullöld Hollands. Síðan sigldum ég og Ömmi um borgina í einhverjum "love-boat" sem var á endanum ósköp venjulegur túristabátur. En á meðan siglingunni stóð sáum við allar helstu götur borgarinnar. Því næst var ferðinni að sjálfsögðu heitið í Rauða hverfið og má segja að eftir að hafa heimsótt Sódómu vestursins sé ég reynslunni ríkari ;)

2 Comments:

At 06 október, 2005, Blogger Maja pæja said...

Uff, thessi ferd var rosaleg....gorillur og bananar say no more :)

 
At 07 október, 2005, Blogger Mýslan said...

Já...hún var skrautleg í einu orði sagt ;) (blink blink)

 

Skrifa ummæli

<< Home