PARÍSARmýslan

föstudagur, nóvember 11, 2005

Rómó Rómó!Ömmi kallinn kíkti í heimsókn um helgina og þá var rómantíkin allsráðandi. Ég byrjaði auðvitað á því að sýna honum Les Catacombes (sem er grafhýsi, 52 metra fyrir neðan götur Parísar, uppfullt af beinagrindum. Þangað voru milli 5 og 6 milljónir Frakka færðir úr kirkjugörðum borgarinnar á 19 öld.) - Mjög rómó..... Svo dró ég hann með mér í Lachaise kirkjugarðinn þar sem Edith Piaff, Jim Morrison og fleiri þekktir einstaklingar eru grafnir. En kósí dagur hmmm. Daginn eftir vorum við aðeins ljúfari og gerðum okkur ferð upp að Eiffel-turninum í kvöldbirtunni, sáum meistaraverkin á Louvre og fleira.
Á laugardagskvöldin var okkur boðið í innflutningspartí hjá Audrey sem var nota bene: kennarinn minn á Íslandi (neðst til hægri: Ég og Audrey í hörkustuði). Það var mikið fjör á þeim bæ. Einn félagi hennar Audrey hélt því statt og stöðugt fram allt kvöldið að "Iceland is my hometown"...já, einmitt...einn ekki alveg með landafræðina á hreinu;) (Neðst til vinstri)

Ömmi var á því að París væri ein fallegsta borg sem hann hefði komið til :) Sem sagt...ekkert nema rómantíkin hér!
Biz à tous XXX

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home