Rendez-vous!
Um helgina hitti ég Joshua og David, tvo félaga mína sem ég kynnist í Antibes fyrir um þremur árum. Ég hef því ekki séð þá lengi og voru þetta því miklir fagnaðarfundir :) Við fórum út að borða saman á ekta franskan veitingastað þar sem ég gæddi mér á risarækjum. Svo var Joshua svo rausnarlegur að hann bauð okkur öllum í mat...ekki slæmt það! Ég hellti í hann bjór í staðinn ;) Næsta kvöld skelltum við okkur á Chez George sem er mjög þekktur franskur bar (í götunni minni) sem hefur verið starfræktur síðan 1950. Til viðbótar við drengina tvo hitti ég tvær vinkonur hans Joshua. Það vill líka svo skemmtilega til að önnur þeirra, hún Joanna, er í námi við Sorbonne 4 eins og ég. Við munum því eflaust gera eitthvað skemmtilegt saman í vetur.
Frá v: Ég og Dave..alltaf jafn sæt ;)
Rachel, Josh og Joanna í góðu tómi...
1 Comments:
Eftirlit lokið.
Athugasemdir: Allt í orden
thanks for all the fish
kv. Soffía og Kata lata ruslafata;)
Skrifa ummæli
<< Home