PARÍSARmýslan

fimmtudagur, september 29, 2005

C´est normal!

Loksins loksins, búin að finna kaffihús með þráðlausu neti. Kominn tími til. Ég verð nú að viðurkenna að ég hef ekki séð mikið af París enn enda hefur verið heilmikið vesen að skrá mig inn í skólann. Frakkar eru ekki mjög skipulagðir, það er nokkuð ljóst. Í fyrirlestri fyrir skiptinemana voru ljósin alltaf að detta út. Maður heyrði varla í fyrirlesaranum vegna hávaða í borvélum sem voru í fullum gangi í næsta herbergi. Karlinn hló bara og sagði "c´est normal!" Sem sagt mjög eðlilegt á þeirra mælikvarða. Kannski er maður bara of góðu vanur heima á Fróni. En þetta er allt saman upplifun...maður verður jú að reyna að lifa eins og Frakki fyrst maður er hérna á annað borð.
Þó ég hafi ekki séð mikið að borginni enn þá glittir jú alltaf í endurspeglun af Eiffel-turninum í glugganum hjá nágranna okkar. Það er þó eitthvað ;) En í dag er planið að rölta um...Kíkja í Lúxemborgargarðana, Notre Dame og fleira.

Je vous embrasse! XXX

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home